Ohhh hvað miðvikudagar eiga eftir að fara í taugarnar á mér í vetur.... ég er í tvöföldum eðlisfræðitíma, tvöföldum stærðfræðitíma og tvöföldum efnafræðitíma, of mikil fræði ! ! !
Annars er ljósið í myrkrinu dansæfingin í kvöld ! ! ! Er sennilega að fara í klassík til hennar Önnu því að Jói balletkennari er einhvers staðar í útlöndum.
Þetta blobb er alveg voða flókið fyrirbæri, ég er að reyna að koma mér upp gestabók.... gengur ekkert of vel.... hjálp er vel þegin, sendið mér bara mail á ash@mi.is :) takk takk
En í aðra sálma, ég er alveg að klepra hérna í skólanum, ég er svo algjörlega elstur að það er ekki fyndið ! ! Litlir slefandi bólugrafnir busar út um allt..... HJÁLP! Ég sakna Köben.... þar var allt svo rólegt og afslappað.... OG GOTT VEÐUR! Ég veit ekki hver stendur fyrir þessu veðri hérna á klakanum en viðkomandi má búast við feitri lögsókn. Ég þarf að fara að dusta rykið af loðfeldnum og lopatreflinum.
Jæja best að koma sér.... þarf að fara að gera eitthvað af viti.
Asgeir Helgi
miðvikudagur, ágúst 28
|þriðjudagur, ágúst 27
Jæja núna er skólinn loksins byrjaður... ég sit hérna inná bókasafni því ég ætla að byrja vel og skrópa í fyrsta tíma vetrarins!!! Stundaskráin mín er algjör snilld ég er alltaf með leikfimi í síðasta tíma og enga eyðu.... svo ef mér tekst að breyta stundaskránni örlítið er ég búinn kl 9.30 annan hvern föstudag!!!! Jibbí er það ekki bara löng helgi? Litla systir er frekar taugaóstyrk í nýja skólanum en ég vona að hún verði dugleg að kynnast sem flestum. Ég og Ragnar gengum frá okkar málum í gær og mér tókst að gera hreint fyrir mínum dyrum.
"drrriiiiiingggg" jæja nú hringdi skólabjallan, en ég læt sem ég hafi ekki heyrt í henni. :)
Ó Ó Æ Æ aumingja ég, ég þarf að fara að drífa mig í að finna vinnu.... mig langar einna helst að vinna á kaffihúsi í vetur. Svo er ég að standa mig alveg ótrúlega vel og hef ekkert reykt síðan á laugardaginn!! En ég hlakka til á fimmtudaginn því þá fáum við Silja okkur skólasígó!!! jibbí.... við erum alveg að brillera í þessu.
Dansinn byrjar á morgun!!!! Ég verð að æfa 5 sinnum í viku, 3 ballett tímar og 2 jazz. Ég hlakka til að byrja og komast aftur í gott form.
Hvíti bletturinn á höndinni á mér
Ég er með lítinn skrýtinn hvítan blett á miðju örinu sem ég er með á höndinni. Hann er smá upphleyptur og ferlega asnalegur, skil ekkert afhverju ég er með þennan blett.... svo þurfti Ragnar endilega að tjá mér að brjóstamódelið Jordan hafi verið með svona blett og nú þurfi að skera höndina af henni ! ! ! ! ! ARG GARG!! ég er farinn uppá slysó ekki seinna en áðan. Fylgist með frekari fréttum af hvíta blettinum hér á blobbinu!
|
|
"drrriiiiiingggg" jæja nú hringdi skólabjallan, en ég læt sem ég hafi ekki heyrt í henni. :)
Ó Ó Æ Æ aumingja ég, ég þarf að fara að drífa mig í að finna vinnu.... mig langar einna helst að vinna á kaffihúsi í vetur. Svo er ég að standa mig alveg ótrúlega vel og hef ekkert reykt síðan á laugardaginn!! En ég hlakka til á fimmtudaginn því þá fáum við Silja okkur skólasígó!!! jibbí.... við erum alveg að brillera í þessu.
Dansinn byrjar á morgun!!!! Ég verð að æfa 5 sinnum í viku, 3 ballett tímar og 2 jazz. Ég hlakka til að byrja og komast aftur í gott form.
Hvíti bletturinn á höndinni á mér
Ég er með lítinn skrýtinn hvítan blett á miðju örinu sem ég er með á höndinni. Hann er smá upphleyptur og ferlega asnalegur, skil ekkert afhverju ég er með þennan blett.... svo þurfti Ragnar endilega að tjá mér að brjóstamódelið Jordan hafi verið með svona blett og nú þurfi að skera höndina af henni ! ! ! ! ! ARG GARG!! ég er farinn uppá slysó ekki seinna en áðan. Fylgist með frekari fréttum af hvíta blettinum hér á blobbinu!
mánudagur, ágúst 26
Kæru vinir nær og fjær, ég er orðinn opinber LÚÐI! Ég vil bara taka það fram að ég tek enga ábyrgð á því sem skrifað er hérna og ef það fer fyrir brjóstið á ykkur þá bara... TOUGH LUCK!
|