Going home!
jæja... nú er minn lentur í køben og er búinn ad drepa tímann hérna med búdarrápi og langvarandi kaffihúsasetu. Ætla ad hitta Lars beibí eftir klukkutíma og svo held ég heim á leid um 7 leytid. Jey!!! 5 klukkutíma lestarferd.... gaman gaman... en Vignir var svo gódur ad skrifa fyrir mig diska til ad hlusta á á leidinni.
Jæja... ég ætla ad halda áfram ad túrhestast
Asgeir Helgi
þriðjudagur, nóvember 4
|sunnudagur, nóvember 2
Halló-Vín
*plaff*.... ég er svo þunnur!!!
ÞAÐ VAR SVO GAMAN Í GÆR ! ! ! Halló-Vín partýið hjá Vigni heppnaðist ótrúlega vel! Ég bjó mér til "Cats"-búning og spasslaði á mig kattafési... Vignir tók fullt af myndum, sem hann ætlar að skrifa á disk fyrir mig. Ég verð að setja nokkrar vel valdar hérna inn. Ótrúlega gaman að allir mættu í búning og hversu mikið fólk lagði í þetta! Eftir partýið var haldið niður í bæ á grímudansleikinn á Nasa. Kisa litla fékk furðumikla athygli. (",)
Það er búið að vera svo gott að vera heima hjá mömmu. Ég er búinn að borða svo mikið... er nokkuð viss um að ég hafi náð að bæta á mig nokkrum kílóum og er á góðri leið með að komast aftur í mína eðlilegu þyngd. Það er semsagt búið að vera takmark mömmu að fita mig, enda fékk hún vægt sjokk þegar hún sá mig á flugvellinum. Hún hneykslaðist líka á hárinu á mér (ég klippti mig sko sjálfur og var mjög stoltur af afrakstrinum) og sendi mig í klippingu og strípur. Nú er ég mun ljóshærðari og ætti því að passa enn betur inn í Stokkhólmi.
|
*plaff*.... ég er svo þunnur!!!
ÞAÐ VAR SVO GAMAN Í GÆR ! ! ! Halló-Vín partýið hjá Vigni heppnaðist ótrúlega vel! Ég bjó mér til "Cats"-búning og spasslaði á mig kattafési... Vignir tók fullt af myndum, sem hann ætlar að skrifa á disk fyrir mig. Ég verð að setja nokkrar vel valdar hérna inn. Ótrúlega gaman að allir mættu í búning og hversu mikið fólk lagði í þetta! Eftir partýið var haldið niður í bæ á grímudansleikinn á Nasa. Kisa litla fékk furðumikla athygli. (",)
Það er búið að vera svo gott að vera heima hjá mömmu. Ég er búinn að borða svo mikið... er nokkuð viss um að ég hafi náð að bæta á mig nokkrum kílóum og er á góðri leið með að komast aftur í mína eðlilegu þyngd. Það er semsagt búið að vera takmark mömmu að fita mig, enda fékk hún vægt sjokk þegar hún sá mig á flugvellinum. Hún hneykslaðist líka á hárinu á mér (ég klippti mig sko sjálfur og var mjög stoltur af afrakstrinum) og sendi mig í klippingu og strípur. Nú er ég mun ljóshærðari og ætti því að passa enn betur inn í Stokkhólmi.