fimmtudagur, febrúar 27

Hóhó land og þjóð - ég er kominn heim frá danaveldi

þetta byrjaði nú í algjöru stresskasti, við sýndum 2 sýningar á þriðjudaginn fyrir viku og Ásgeir og förðunarstelpurnar fengu þessa líka snilldar hugmynd að greiða hárið á mér í hanakamb og lita hann bleikan. Þetta var voða voða flott og vakti mikla lukku, en þegar Ásgeir litli ætlaði að skola litinn úr hárinu á sér þá var liturinn ekkert alveg á sama máli og sat sem fastast. Ég sá því fram á að þurfa að fara til Köben með bleikt hár!´Á leiðinni heim hringdi ég í Hannes og hann fixaði handa mér skammt af ofurhreinsi shampoo-i og djúpnæringu.... og benti mér svo á að ef það dugaði ekki þá væri fín klippingarstofa á Kastrup þar sem ég gæti rakað af mér hárið. Þannig að minn fór heim að skúra, skrúbba og bóna kollinn og til allrar lukku lak bleika slikjan úr.

Fyrsta daginn í Köben var ég að rölta niðrí bæ og rak augun í poster með Sigur Rós, þá voru víst tónleikar þetta sama kvöld. Auðvitað lét maður sjá sig á þessari samkomu og viti menn ég grenjaði allan tímann - þjóðerniskenndin eitthvað að segja til sín. Ég plataði svo Jónsa með mér á bæjarrölt og það var ótrúlega gaman.

Fimmtudagurinn var í einu og öllu helgaður Hermesi guði verzlunarinnar.... ég tók smá shopping flipp... tími til kominn held ég bara. Fór líka á kaffihús með Ingu Láru og svo með Lars, Sif og Jeppe um kvöldið. Eðal ! ! !

Á föstudagsmorgun var svo inntökuprófið. Ég var mættur klukkutíma fyrir til að hita upp og gera mig tilbúinn. Prófið byrjaði svo á einum modern tíma og mér gekk alveg vonum framar og skemmti mér bara ótrúlega vel. Seinni tíminnn var spuni og þá var minn alveg í essinu sínu og brilleraði alveg. Hitt fólkið í prufunni var ekkert spes... einn góður strákur (geðveikt sætur líka!!!!) og hann var allan tímann að fylgjast með því hvað ég gerði og hvernig, svaka keppnismaður! hehehe
Eins og gefur að skilja þá varð ég nú að halda upp á gott gengi þannig að Lars, Inga og ég fórum út að borða og vorum svo að djúsa og hlusta á mússík heima hjá Ingu. Við fórum svo niður í bæ á svaka djamm og vorum ógeðisfull.

Tja ég þarf varla að taka fram slappleika laugardagsins... svaf.... svaf.... svaf..... og vaknaði klukkan átta um kvöldið. Fór þá í heimsókn til Sifjar og var þar bara í chillinu. Nice nice..... fór svo niður í bæ og hitti Lars, hann var þá í einhverri kærastakrísu og frekar down. Lars yfirgaf mig en ég hitti Bjögga og Steinþór og tjúttaði og trallaði með þeim í smá stund.

Sunnudagurinn var helgaður videoglápi og ég og Lars leigðum 3 spólur og keyptum massa af nammi. THAT'S THE GOOD LIFE. Svo vorkenndum við okkur fyrir að vera óttalega bitrar gamlar herfur og borðuðum aðeins meira nammi. Ég fékk svo að vita á sunnudeginum að ég komst áfram í næstu prufu!!! Það voru 60 manns sem komust áfram af 170. Nokkuð góður árangur, nú fer ég aftur í apríl og rústa þessu.

Mánudagurinn var nú bara last minute shopping fár. Í það heila keypti ég mér 4 peysur, 2 jakka, 4 boli og belti. Ekkert sérstaklega mikið..... jú og grafíska reiknivél.

jæja nú verð ég að þjóta... niðrí sjónvarpshús og dansa í þættinum hjá "BESTA" vini mínum Gísla Marteini.... pje pje pje

vi ses

hejhej

|