laugardagur, janúar 10

Einn í heiminum

núna sit ég á lestarstödinni og er nýbúinn ad kvedja hana Önnu Thóru mína. Hún er búin ad vera hjá mér sídastlidna viku og vid erum búin ad skemmta okkur ótrúlega vel. Mikid á eftir ad vera erfitt ad hafa hana ekki lengur í skólanum. Hún á samt eftir ad standa sig í hverju sem hún tekur sér á hendur, hún er fighter og ég vona ad hún geti byrjad aftur ad dansa sem fyrst.

Annars er allt gott af mér ad frétta... er med hardsperrur frá hvirfli til ilja eins og vanalega... fór í dansarateiti í gaer, virkilega gaman.

jey

|

miðvikudagur, janúar 7

Jóla-Karls Mjöður

þá er maður enn einu sinni kominn til Kaupmannahafnar og þar með hálfnaður á leiðinni heim til Stokkhólms. Fyndið að hugsa til þess hve oft ég hef verið hérna á síðastliðnu ári!

Í gær kíkti ég á pöbbinn með Hirti og kærastanum hans. Þeir hjálpuðu bjórgikknum mér að læra að meta Carl´s special jólabjórinn. Hann var dökkur en bara nokkuð góður... Guinness næst ? hehe
Við sátum alveg heillengi og spjölluðum um heima og geima og fórum svo í snjókast á leiðinni yfir Rådhusplatsen. Frábært alveg!
Strætóinn minn átti svo eitthvað erfitt með sig og sat fastur heillengi. Mér varð svo kalt að ég skoppaði inná næsta pöbb og fékk mér 2 Irish til að hita kroppinn og auðga andann, vínandann. Það vildi ekki betur til en svo að á umræddum pöbb var greinilega leðurhommakvöld, en þar sem ég er aumingi með hor lét ég það ekki á mig fá og fór að spjalla við gamlan digran skota. Stórskemmtilegt! Mikið langar mig ótrúlega að tala ensku með skoskum hreim.

Núna sit ég heima hjá Önnu frænku og Herði og reyni að láta tímann líða.... padam...padam...padam! Ég er nú samt að spá í að skella mér niður í bæ og athuga hvort ég geti ekki gert kosta kaup á útsölunum hérna. Flýg svo klukkan korter í 7 í kvöld og verð vonandi kominn heim í Ängsbacken um 10 leytið.

lifið heil......... OG SKRIFIÐ Í COMMENT KERFIÐ!!!!!

|