fimmtudagur, desember 25

Jólin

Tuttugustuogfyrstu jólin mín loksins gengin í garð og ég svíf um í vímu og deyfð iðjuleysis! Það er alltaf svo mikill léttir þegar jólin eru komin.... allt vesenið búið...

Aðfangadagskvöld var einstaklega ljúft. Við borðuðum íslenskar rjúpur eins og ALLTAF!!! en pabbi segir að ég ætti ekkert að vera að minnast á það.... þannig að ... USS!
Eftir matinn hjálpuðust allir að við að taka af borðinu og vaska upp. Því næst var ráðist á pakkana. Ég fékk ALLTOF MIKIÐ. Ég var nú þó ríkur fyrir, því ég á yndislega fjölskyldu og frábæra vini. Besta jólagjöfin er bara að fá að vera hérna heima með þeim yfir jólin.
Við fórum upp í kirkjugarð eftir matinn með kerti á leiðið þeirra ömmu og afa. Það er núna búið að setja mjög fallegan stein á leiðið og skreyta með greni og ljósum, minningin lifir.

Í morgun vaknaði ég svo eldhress um níuleytið og ræsti Elínu litlu systur. Við horfðum á barnaefnið frameftir morgni og eftir hádegismat fórum við út ásamt Þórunni (hinni systurinni) og gerðum stóran og fínan snjókarl (þó með rósakálsnef því gulræturnar voru búnar), snjóengla og svo sameinuðust þær gegn mér í snjóstríði.... mér var kaffært!

Andrés ofurtöffari var að hringja og við ætlum að hittast í kvöld og fá okkur rauðvín og ræða eitthvað háalvarlegt málefni.... sumsé hvort við eigum að fara á samtakaballið á laugardaginn. ( endilega látið mig vita hvort þið ætlið að fara... smellið því bara í comment-kerfið)

Núna ligg ég bara uppi í rúmi með kaffibolla og er að hlusta á einn af diskunum sem ég fékk í jólagjöf, nýja diskinn með Placebo. Sleeping with ghosts - Special edition... það er 10 laga aukadiskur með coverlögum sem þeir hafa tekið. Snilldar útgáfa af Bigmouth strikes again og Daddy Cool (",)

|

mánudagur, desember 22

Mánudagsmæðan

ok... nú er kominn tími til að panikka... ég er bara búinn að kaupa eina jólagjöf, ekki skrifa nein jólakort og ekki búinn að taka til! arg... fór í Smáralind í gær.... skit jobbigt.

Vignir á afmæli í dag. Hann er tvítugur í dag... OFURKNÚS elsku besti vin.

Ég á bara eina vakt eftir á ofurbúllunni 22 fyrir jól, er að vinna í geðveikinni á Þorláksmessukvöld. Svo ætla ég bara að vinna 29. og 30. svo ekki meir.

Ástmaður minn í Svíþjóð er eitthvað aðeins að tapa sér þessa dagana. Ég held að þetta allt verði tekið til endurskoðunar eftir jólin... ég býst ekki við því að ég verði gott kærastaefni eftir áramót... er að fara í aukatíma í ballett a.m.k. þrisvar í viku þannig að restin af frítímanum fer í svefn. Svo er ég ekki viss um að hann geri sér alveg grein fyrir að dansinn kemur alltaf númer 1 2 og 3 hjá mér. well oh well.... kannski virkar þetta samt... mar spilar þetta bara eftir eyranu.

knús

|