föstudagur, mars 28

Uppreisn

Í dag gerði ég uppreis og stalst í skólann eftir hádegishléið. Ég náði samt bara einum tíma því við fengum frí í líffræði. Föstudagur á morgun og bara 2 tímar, búinn klukkan hálf 10 ! ! ! ! that's the good life.... ætli ég lúðist ekki eitthvað uppi í skóla.... læra eitthvað aðeins fyrir mánudaginn því ég er víst að vinna frá 6 til 6 bæði föstudag og laugardag.

amms... svo er bara áfram með Bachelor-Átakið ! ! ! stórglæsileg frammistaða hjá okkar manni á sunnudaginn... þetta er allt að koma!

Stay tuned


já og skrifið í gestabókina.... ég er farinn að halda að það sé bara mamma sem les þetta blobb mitt

|

miðvikudagur, mars 26

Dagur 3 í veikindum

hósti og ótrúleg óvellíðan.... ég notaði tækifærið í gær og tók maraþon videogláp, horfði á Maid in Manhattan, Legally Blond og Bridget Jones' Diary. I dag ætla ég að taka fyrir StarWars seríuna, LOTR og The Importance of being Earnest.

Blóm og kransar velþegnir

|

mánudagur, mars 24

úff smúff... kórferðin var ágæt... ég er reyndar kominn á þá skoðun að ég sé orðinn of gamall til að djamma. Á föstudaginn fór ég upp á herbergi um leið og rútan kom á Ólafsvík og beint upp í rúm. Minn vaknaði svo eldhress og algerlega útsofinn um 10 leytið... þegar hörðustu djammararnir voru að fara að sofa. Svo var ég bara einn á fótum heillengi... guði sé lof fyrir glanstímarit og góðar bækur!!!

Á laugardaginn ákvað ég að djúsa smá... og aldrei þessu vant drakk ég bjór.... sem ég hefði kannski ekki átt að gera því bjór og ég erum ekki alveg bestu vinirnir. Ég hélt víst einhverja ræðu í kvöldmatnum og beit í brjóstin á ónefndri stelpu og sagði hana feita að framan..... ? ? ? Svo um 2 ákvað ég að leggja mig í smá stund og stillti vekjaraklukkuna en snoozaði fram á morgun. Þannig að ég vaknaði aftur manna fyrstur í gærmorgun og fór í "langan" göngutúr um Ólafsvík... það búa víst 1048 manns á Ólafsvík... það eru 1051 nemandi í Verzlunarskólanum..... tja eða 1050 ef við teljum Finn ekki með.

Til að toppa allt þá ákvað líkami minn að verða veikur eftir "átök" helgarinnar !!!! Kræst sko... hvar er úthaldið!?! Ég ætti að fara að kenna við Betty Ford Clinic!

|