þriðjudagur, júní 1

Heimkominn - Alkominn?

Jújú... ekki var ég búinn ad vera hérna lengur en tvo daga þegar byrjaði að rigna. Jey...! Ég fór ásamt Vigni að skrifa undir vinnusamning í dag, við fáum áttunda bekk í Hlíðarskóla og byrjum að vinna næsta mánudag. Ég held að við eigum eftir að skemmta okkur mjög vel og vona að börnin verði þæg. Dare to dream little Ásgeir!

Horfði einhver á Kastljósið áðan? Mikið finnst mér þeir Sigmar og Kristján hortugir! Tilgangur flestra spurninga þeirra virtist vera til að sverta eða að fá þingmann Framsóknarflokksins til að tala sig út í horn. bÞingmaðurinn stóð sig vel fannst mér og ég skil ekki afhverju þeir voru ekki jákvæðari í sambandi við afstöðu hans og hvernig hann hefur haldið fast við sínar eigin skoðanir þótt þær stangist á við afstöðu ríkisstjórnarinnar. Afhverju má fólk ekki vera ósammála þótt það sé í sama stjórnmálaflokki? Persónulega finnst mér vanta fleiri stjórnmálamenn sem eru óhræddir við að segja sína skoðun á málum. Er það ekki þess vegna sem við kjósum þá á þing? Afhverju að hafa þing og borga þingmönnum laun ef það er bara lítill afmarkaður hópur manna sem ákveður hvaða frumvörp skulu í gegn og hver ekki?

Skítalykt!


Jamms... annars sakna ég Sverige smá... en gott að vera kominn heim og bókaður á Hótel Mömmu. Skil ekki afhverju fólk flytur að heiman... skil ekki afhverju ÉG flutti að heiman! Uss fuss...

Það gekk vel að pakka öllu dótinu og ganga frá íbúðinni, leigði bíl og keyrði með alla kassana heim til Hektors. Ljóshærði litli ég fattaði ekki að hægt var að leigja sendiferðabíl og leigði þess í stað rándýran (en fínan) SAAB sem hét eitthvað sem ég man ekki hvað var...... en hann var silfurlitaður og lykillinn var skrýtinn. Jamms... svo fórum við Hektor á rúntinn á fína bílnum og þóttumst vera voða töff. Mér fannst erfitt að skila bílnum aftur, ekkert gaman að taka strætó þegar maður er nýbúinn að aka um á voða kagga. Ég náði að koma íbúðinni aftur í rétt horf, keypti kíttí og lím til að festa sturtuna aftur á vegginn, keypti ný blóm í staðinn fyrir þau sem ég gleymdi að vökva í vetur og keypti nýja bolla í staðinn fyrir þá sem brotnuðu í uppvaski.

Búið

|