Stefnulaust stefnumót
Ég er farinn að halda að Pétur minn vilji ekki fara með mér á myndina "Un long dimanche de fiançailles" (A Very Long Engagement). Ég er búinn að ýja margsinnis að því að mig langi á þessa mynd en undirtektirnar eru af skornum skammti. Ég auglýsi því hér með eftir einhverjum til að fara í bíó með mér.
Þar sem ég á Pétur og mér dettur ekki í hug að skipta honum út þá er varla hægt að kalla þetta "stefnu"mót....... þetta mót hefur í raun enga stefnu.... ég kýs því að kalla þetta Stefnulaust stefnumót.
Ps. Pétur þú mátt sækja um. (",)
Asgeir Helgi
föstudagur, janúar 28
|miðvikudagur, janúar 26
Stokkhólmur eftir 2 vikur!
Jamms... nú er það ljóst. Ég held heim á leið eftir 2 vikur. JEY! Ég veit nú ekki hversu löng dvölin verður.... það fer allt eftir því hvað læknirinn segir. Það er sumsé tvennt í stöðunni
|
Jamms... nú er það ljóst. Ég held heim á leið eftir 2 vikur. JEY! Ég veit nú ekki hversu löng dvölin verður.... það fer allt eftir því hvað læknirinn segir. Það er sumsé tvennt í stöðunni
- Fóturinn er kominn í lag - ég fæ að byrja hægt og rólega aftur í skólanum og klára árið með mínum bekk.
- Fóturinn enn í hakki - ég þarf að hvíla lengur... geng frá öllum málum varðandi íbúðina úti og flýg heim (væntanlega í byrjun mars) og byrja vonandi aftur næsta haust.
mikið er gaman að vera ég.
Af öðru fólki í Svíþjóð er það að frétta að Hector vinur minn var að fá vinnu sem dansari á skemmtiferðaskipi í Karabískahafinu. Hann flýgur til Ítalíu 20. febrúar og æfir þar í 3 mánuði og fer svo á skipið. Hann er kjöööööörinn í svona vinnu. Ohhh sakna hans.... snökkt snökkt.
Held að ég sé að verða veikur.
þriðjudagur, janúar 25
.
.
- - - - G U L L I - - - -
.
.
Jú eins og glöggir blobbáhugamenn hafa tekið eftir þá er þessi færsla helguð honum Gulla.
.
.
Gulli var alinn upp af íslenskum bóndahjónum og lifði afar fábrotnu lífi þar til að hann fluttist til höfuðborgarinnar. Hér hefur Gulli skotið rótum og kynnst ýmsum kynlegum kvistum, þar á meðal mér. Ég er búinn að þekkja Gulla í u.þ.b. tvö ár. Gulli er gull [gYl:] af manni og hvers manns hugljúfi. Við Pétur höfum tekið Gulla að okkur, við fæðum hann og klæðum og sjáum honum fyrir ást og umhyggju.
.
.
Gulli er mikið samkvæmisljón og því er hann mikið á milli tannanna á hinum almenna Íslendingi. Hér er meðal annars stutt fréttaskot úr DV "Guðlaugur Kristmundsson var öllum að óvörum kosinn Hommi vinnustaðarins á Rás tvö á dögunum. Nú hefur komið í ljós að kosning Guðlaugs var hluti af stóru vinnustaðagríni þar sem fjöldapóstar gengu um Hagstofuna með ósk til starfsmanna um að kjósa sinn mann. "Maður hefur nú ekki þekkt andlit eða nafn svo maður treystir á félagana," segir Guðlaugur í samtali við DV. Hann segist ekki hafa skellt sér út á næturlífið þar sem allir biðu kynvillingsins í ofvæni. "Nei, það var nóg að gera í símanum. Ég hef aldrei lent í öðru eins!"
.
.
Það sem fæstir vita er að Guðlaugur Kristmundsson er í raun fertugasti í erfðaröð ensku krúnunnar, á eftir Jarlinum af Héraskógi. Vegna ótta andstæðinga bresku konungsfjölskyldunnar um að konungsfjölskyldan myndi reyna að koma Gulla fyrir kattarnef (sökum þess að hann þótti strax við fæðingu mun myndalegri en Vilhjálmur prins), létu þau senda hann í flýti til Íslands, aðeins nokkura vikna gamlan. Móðir hans var læst inni í Tower of London en ekkert hefur spurst til föður hans. Spekingar segja að Drottningin hafi látið steypa hann inn í gríðarstóra vaxmynd af LochNess skrímslinu sem prýðir einn salinn í Buckingham höll. Aðspurður sagðist Gulli ekki ætla að gera tilkall til bresku krúnunnar, "...mér finnst það líka vera alltof bindandi starf, þó svo að ég hljóti nú að teljast mun glæsilegri drottning en Beta frænka."