laugardagur, ágúst 14

Sumarið er tíminn - tíminn er liðinn

Ég held að vel sé hægt að fullyrða að ég er ekki búinn að vera besti bloggari sumarsins. En ykkur að segja er sumarið búið að vera alveg frábært. Við Vignir erum búnir að skemmta okkur ótrúlega vel í Beðmálum í Borginni og hópurinn okkar var valinn Fyrirmyndarhópur Vinnuskóla Reykjavíkur. Þetta sýnir að sænskar uppeldisaðferðir virka bara prýðilega á íslenska unglinga. Held bara að ég hafi aldrei áður skemmt mér eins vel við vinnu.
Pétur er búinn að koma sér vel fyrir og íbúðin lítur mjög vel út. Núna er hann á ferðalagi um suðurland ásamt Spánverjunum vinum sínum. Annars höfum við náð að hittast nokkuð mikið... svona á milli þess sem hann bjargar heiminum og stundar líkamsræktina. :) Nú er bara vika eftir af fríinu mínu og sunnudagurinn sem ég hef reynt að hugsa sem minnst um í allt sumar nálgast óðum. Vissulega verður gaman að hitta alla sænsku vinina aftur en....... jæja, þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur.

Verð að þjóta, er að fara í brúðkaup

|