fimmtudagur, mars 13

RISE AND SHINE!!!! Ég vaknaði við það í morgun að besta vinkona litlu systur (Guðný) var komin í heimsókn frá Ameríku, þannig að það var súkkulaði í morgunmat hjá mér ;) ekki slæmt það. Guðný er sem sagt í all-american highschool (hæskúl)... og ég hef hér með fengið það staðfest að klappstýrur eru til í alvörunni ! ! ! Hélt alltaf að þær væru svona Hollywood science fiction... svona eins og Star Trek (nema hvað þær hafa aðeins lengra hár og eru ekki alveg eins grænar).

það var sýning í gær.... þar sem ég reif buxurnar mínar aftur! frekar vandræðalegt.... þær rifna alltaf frá beltisstreng niður fyrir rass.... EINS GOTT AÐ ÉG VAR Í NÆRBUXUM ! ! ! jAMM svo er kórferð í lok næstu viku... förum eitthvert út á land, gistum á hótlei og fögnum því að þurfa aldrei að sýna aftur.... en annars hefur þetta liðið furðu fljótt.... gaman saman

í dag eru prufur fyrir Grease.... varla að maður fari... hef ekki tíma ég þarf víst að verða stúdent og svona.... svo er þetta starring Birgitta Haukdal og Jón Jósef... hvort þeirra ætli leiki Sandy?

I WANT A SHRUBBERY ! ! !

|

þriðjudagur, mars 11

Eins og glöggir brimbrettakappar hafa eflaust tekið eftir þá er komið nýtt "VOR" útlit á síðuna mína... ég valdi pastel liti því þeir gera svo mikið fyrir opna rýmið við hliðina á stofunni.... svo ekki sé talað um flísarnar á gólfinu! gubb!

Helgin var fín, ég var að vinna föstudag og laugardag... fékk fullt af fólki í heimsókn.... Jónsi, Thelma úr miUSA, Bjarney og Erla, Ragnar og co. Takk fyrir komuna allir.

Jæja... nú er minn í vinnuleit... eitthvað skemmtilegt til að gera í sumar... dagvinna 8-17. Hugmyndir vel þegnar! ! !

|