miðvikudagur, júní 7

Með ímugust á FIÐLUSTELPUM

Ég hef sótt um námsstyrki ár eftir ár og alltaf er svarið það sama.... nei því miður var þín umsókn ekki samþykkt. Í ár lagði ég mikinn tíma og vinnu í umsóknina mína og taldi mig eiga góða möguleika... ég meina, ég stend tiltölulega framarlega á mínu sviði... hef hlotið viðurkenningar og mikið hrós í námi mínu erlendis. Ég stunda listnám þar sem mjög lítið er um styrki og þeir einu sem mér bjóðast eru almennir listnámsstyrkir. Svo horfir maður uppá heilan herskara af fiðlustelpum fá styrki hægri vinstri, ár eftir ár... það liggur við að ef þær veifa fiðlusprotanum sínum og þá rignir yfir þær peningum. " halló, fólk í fínum nefndum sem deilir út styrkjum... það eru til fleiri listamenn í þessum heimi en ískrandi kammerkjellingar"

.
.. ég veit að þetta hljómar biturt... en ég er bara pirraður því mér finnst við ekki sitja við sama borð.... ég þoli ekki mismunun.

|

sunnudagur, júní 4

Hejdå Svergie


sit á arlanda og bíd eftir vélinni... mikid á ég eftir ad sakna allra vina minna.... ;( ég á mjög góda vini hérna.... alveg hreint frábaera vini.... ég er heppinn. ég á líka mjög saetan kaerasta sem ég hef saknad mjög mikid....


jaeja... ég aetla ad kaupa mér bjór og gráta smá

|