miðvikudagur, maí 12

Thad er nú um tíma

Jaeja Jósef.... nú er dags ad blogga á ný.

Já hvar á ad byrja? Jú sýningarnar í skólanum gengu vel, ég thurfti ad hoppa inn í verkid mitt thví einn af mínum dönsurum var meiddur. Thad gekk ágaetlega :) fékk ágaetis vidbrögd frá fólki. Stínu verk gekk líka mjög vel.

Annars er búid ad vera voda jobbigt andrúmsloft í skólanum undanfarid. Í sídustu viku var uppdansning thar sem allur skólinn horfdi á okkur í balletttíma. Mér gekk vel og fékk ad heyra ad ég vaeri duglegur lítill strákur.. jeyjey. Seinna sama dag sprakk allt saman. Allir byrjudu ad rífast í öllum og allir óánaegdir med allt. Ég var ekki alveg ad höndla thetta allt og laumadist í burtu og fór á kaffihús med Sól. Fólk er ekki ánaegt med jazzkennarann okkar og fólk er ekki ánaegt med hvernig ballettinn er búinn ad vera piltum bekkjarins í hag og fólk er ekki ánaegt med hvernig rádid var í stödur jazzkennaranna á ödru ári. Stelpurnar í bekknum eru adallega thetta fólk. Ég er samt búinn ad vera med smá riot hérna thví ég vil ad vid býttum út Leiklist á naesta ári á móti modern partnering, sem ég held ad komi til med ad nýtast okkur thúsund sinnum betur. Fólk virdist vera sammála... sem er ekkert sérstaklega algengt thessa dagana. úffsmúff... ég hlakka til ad komast í sumarfrí.

Í gaer fór ég ásamt Hektori og Niinu ad sjá Britney nokkra Spears. Vid tródum okkur lengst fram og stódum ca meter frá svidinu. Tónleikarnir voru mjög flottir, Brittan söng ca. 5 lög live thar af 2 ballödur. Ágaetis árangur midad vid aldur og fyrri störf. Dansararnir voru gedveikir og showid var virkilega flott. Tvímaelalaust 3 kökur!

|