föstudagur, júlí 14

Heimavinnandi og örvæntingafullar húsmæður

Var að enda við að horfa á desperate... dios mios... mikið eru þessir þættir góðir! Síðasti þátturinn var í kvöld... ég var svo reddí, kominn í náttföt og undir sæng með stóra skál af ís. Ég tók svona housewife test á heimasíðu þáttarins og komst að því að ég er mest líkur Susan Mayer... kemur ekkert á óvart.

Talandi um heimavinnandi húsmæður þá er ég auðvitað ein slík, hérna í Laugavegs-Slottinu. Mínar sterku hliðar eru tvímælalaust að þvo þvott, elda og slúðra...... jú og detta í það á hálftíma að loknum húsverkum og fyrir kvöldmat. Mínar veiku hliðar eru hins vegar að vaska upp, halda pallinum hreinum og skafa sturtuklefann.

Annars er ég einn og yfirgefinn þessa dagana... eða þar til á sunnudaginn, Pés fór til köben. Kannski að mar fari bara í mat til ma&pa annað kvöld... og kannski aðeins á pöbbrölt. Á laugardaginn ætlum við Anna sæta (sem einmitt líka er karlmannslaus þessa helgina) að elda saman og hafa það huggó.

|