laugardagur, september 3

Svarti bletturinn á samviskunni stækkadi adeins.

Hæ og hó! Nú er Ásgeir mættur aftur til starfa hérna í blogglandi. Endurnærdur eftir hreint út sagt frábært sumar.

Hérna í Svíþjód gengur lífid sinn vanagang, skólinn er byrjadur og sumarid tórir kannski í tvær vikur í vidbót. Ég bý núna á Södermalm í íbúd ásamt Idu og Therese sem eru bádar á 3. árinu í skólanum (sumsé í gamla bekknum mínum). Ég svaf reyndar á sófanum í stofunni fyrstu dagana eda thar til ad Maria flutti út. Íbúdin er voda fin, á fimmtuhæd á frábærum stad á Söder. Stór stofa, eldhús, svalir, 3 svefnherbergi, 2 badherbergi og geymsla. Ég er med sér badherbergi
!!! næææææsss! Herbergid mitt er frekar tómlegt thessa stundina thví ég er ekki enn búinn ad sækja "búslódina" úr geymslu. Annars ætlum vid ad vera thjódleg á morgun og skreppa í IKEA og kaupa pottablóm, gardínur og kannski eitthvad á veggina.

Ég keypti mér hjól um daginn. Nýtt og voda fínt dömuhjól..... cos i'm a lady you know, i like to do ladies things.... like riding my lady bicycle. Ég fékk hjólid í kassa og thurfti sjálfur ad pússla thví saman, sem gekk btw furdu vel... midad vid aldur og fyrri störf. Daginn eftir ætladi ég svo ad hjóla í skólann og fékk lánadan lás hjá Idu sem hún notadi lítid thví thad var víst eitthvad erfitt ad eiga vid hann. "Iss piss", hugsadi ég, fullviss um ad ég færi létt med thetta. Ég var búinn ad hjóla í nokkrar mínútur thegar ég heyri.... "BANG" og hjólid byrjar ad hristast. Thegar ég stoppadi til thess ad athuga hvad væri ad sá ég ad dekkid var loftlaust og út úr thví stód 7cm skrúfa. Ég vard thví ad gjöra svo vel ad reida hjólid thad sem eftir var leidarinnar. Ég læsti hjólinu med lásnum hennar Idu og flýtti mér í tíma. Thegar skólinn var búinn ætladi ég nú ad drífa mig heim med hjólid thví ég var búinn ad bjóda Unni og Einari kærastanum hennar í mat um kvöldid. Ég reyndi ad opna lásinn en thad gekk ekki.... thad gekk bara engan veginn... ég held ad ég hafi setid og hamast á lásnum í hálftíma ádur en Therese kom og hjálpadi mér. Trixid var vist ad slá létt á lásinn og opna svo. Jæja næsta dag reyni ég ad laga dekkid med thvi ad setja bót á slönguna en thad gekk ekki. Ég ákvad thví ad bída med thetta og læsti hjólinu í stigaganginum med lásnum hennar Idu, ég var jú búinn ad læra trixid. Ég fór og keypti nýja slöngu og ætladi ad opna lásinn en thá festist lykillinn í lásnum og okkur tókst engan veginn ad losa hann. Nú var nýja fína hjólid mitt sumsé læst fast vid handridid í stigaganginum og dekkid sprungid. Eftir miklar vangaveltur datt okkur Idu snjallrædi í hug. Thegar ég keypti slönguna hafdi ég keypt alveg eins lás og Ida. Ég fór thví í búdina med kvittunina og sagdist hafa keypt thennan lás hjá theim og hann væri galladur. Fólkid í búdinni var mjög hjálpfúst. Ein stelpan, Emma, kom med mér heim og reyndi ad klippa lásinn med risaklippum en thad sá ekki á lásnum. Thannig ad hún fór og nádi í vélsög og sagadi hann í sundur. Ég fékk nýjan lás og lásaspray. Svo nú eigum vid Ida bædi nýjan lás, hjólid mitt er frjálst og ég thurfti ekki ad borga krónu. Svarti bletturinn á samviskunni stækkadi adeins.

|