laugardagur, september 2

Í skólanum er gaman

Ég er búinn að eiga alveg yndislegar tvær vikur.... skólinn er byrjaður og loksins er ég kominn í farveg hérna á Íslandi. Við erum búin að vera saman í tímum, dansararnir, leikararnir og fræðlingarnir undanfarnar vikur. Við höfum gert mikið af hópavinnu og núna síðast fengum við það verkefni að búa til 5 mínútna verk úr því sem við höfum farið í gegnum á þessum 2 vikum. Ég lenti í hóp með mjög skemmtilegum krökkum. Við náðum mjög vel saman og útkoman var svo sannarlega eftir því.

Í kvöld var kosningavaka og partý í skólanum.... ég lét það nú vera að bjóða mig fram, mér fer svo vel að forðast ábyrgð. Hef þá meiri tíma til þess að sinna skólanum. Ekki veitir af því við eigum að skila ritgerðum, vinnubókum og skýrslum.... sem er heavy fyrir lítinn ásgeir sem hefur ekki gert nokkuð slíkt síðan í vessló.

Fór í bæinn með honum Palla mínum og fleirum eftir partýið... mikið stuð mikið gaman

|