fimmtudagur, september 5

Tralla la! Nú er kominn fimmtudagur, í gær fór ég á fund með Georgi og Bjössa í sambandi við dragkeppnina í ár. Ég þarf jú að krýna næstu kjedlingu. Allir eru jú hvattir til að kíkja á mig á laugardaginn á Spotlight því þá er ég með show með Bjössa. Komum fram sem Hildigerður og Þórhalla frá Austur-Landeyjum.

Ég verð að vinna föstudag, laugardag og sunnudag á 22, endilega kíkið á mig.

Nú verða sagðar fréttir af “Dularfulla hvíta blettinum”!!
Um síðustu helgi tók ég títuprjón og skrapaði gat á húðina og kreisti. Út kom stór hvítur köggull!...... OJ! Nú er bara gat á höndinni á mér, en dularfulli hvíti bletturinn er farinn.

|

mánudagur, september 2

Jæja helgin liðin og ég kominn aftur í skólann. Jey! Helgin var frekar róleg, til marks um það sofnaði ég klukkan 10 föstudagskvöldið yfir einhverri sjónvarpsmynd og lá hrjótandi í sófanum.

Á laugardaginn ákvað ég að ég þyrfti vinnu, ég fór á stúfana og núna er ég að vinna á café 22 á laugarveginum, það er bara mjög fínt. Ég sótti líka um í TopShop og fékk bara góðar móttökur, ég er aðeins heitari fyrir því djobbi.... enda er það meira ÉG!!! Samt ekki víst að það passi í my busy schedule, nýjasta nýtt er nefnilega að reyna að troða listdansskólanum einhvers staðar inn líka.

Æ ég nenni ekki að skrifa meira..... þið verðið að skrifa í gestabókina mína!

|