föstudagur, janúar 6

Afhverju að spyrja ef maður veit svarið?

Jú þannig er mál með vexti að Pétur minn bað mig um að hringja í Bandaríska Sendiráðið og spyrjast fyrir um hvort að samkynhneigð pör njóti sama réttar og gagnkynhneigð þegar annar aðilinn stundar nám í BNA (að makinn fái landvistarleyfi og jafnvel rétt á að vinna). Konan í símanum prumpaði út úr sér á afarbjagaðri íslensku, "NEEEEIIIII ! Þa err eggi samþyggt í Bandaríkin!" Hmmm... , hugsaði ég og ákvað að gefast ekki upp. Ég ákvað að spurja hana þá hvernig best væri fyrir mann í minni stöðu að snúa á kerfið. Henni fannst ég ekki sniðugur og hreytti út úr sér að ég gæti farið til Bandaríkjanna í allt að 90 daga í senn en yrði að láta þónokkurn tíma líða á milli heimsókna.... því annars myndu yfirvöldin sjá í gegnum mig.

Langar mig að búa í landi sem vill mig ekki? *grát grát grát*

|