þriðjudagur, október 10

Rassblautur fimm sinnum í viku...

...og með óteljandi sár á fótunum. Svona er skólinn....

jamms... allt á skrilljón í skólanum... tíminn líður ótrúlega hratt. Núna er áttunda vikan að byrja og útlenskur kennari númer tvö kominn til þess að kenna okkur gólftækni og spuna. Hvort tveggja hlutir sem mér veitir ekki af að æfa vel. Þessi kennari er algjör viskubrunnur og það má líkja því að læra spuna af honum eins og að læra að verða Jedi riddari hjá meistara Yoda. Fyndnast er að þeir eru ekkert ósvipaðir í útliti.

Ég hef mikið verið að hugsa um framhald bloggsins í mínu lífi... eins og þið hafið tekið eftir þá er ég ekki manna duglegastur við skriftirnar ... en ég er ekki tilbúinn að gefa það algjörlega upp á bátinn ennþá.... ég var að spá að skrifa kannski svona einu sinni í mánuði... svona pistla... pistill mánaðarins.... þá er þetta Októberpistill eða Pistill októbermánaðar. Fínt

Af heimilishaldinu á Laugaveginum er það að frétta að því er ekki sinnt eins vel og í sumar en þó reyni ég að þurrka af, þvo og ryksuga þegar tækifæri gefst. Sambúðin gengur vel.... (þeas þegar við erum heima)... svo vel að við erum að hugsa um að skjalfesta hana.

ég sakna sverige... aðallega bekkjarins og Stínu, Hectors og Maryam .... mig langar að reyna að komast út í vetur, í smá heimsókn....
sakna líka Vignis míns, sá hann bara í mýflugumynd í lok sumars... :/

já haustið komið ... með tilheyrandi rigningu og leiðindum.... pje...

Við á dansbrautinni í skólanum erum skikkuð í kór. Þar erum við að syngja miðalda jólalög.... sérlega hátíðlegt. Kórstjórinn er mjög fín... hún segist vera mikið jólabarn sem má m.a. sjá á því að hún klæðist alltaf (amk síðustu tvær kóræfingar) fjólubláu frá hvirfli til ilja.... en eins og glöggir blogglesendur vita þá er fjólublár kirkjulitur jólanna. .... jul jul strålande jul .....

ég sé fram á að skrifa næst um óbeit mína á jólaskrauti í nóvember... sjáumst hress og heiftarfull út í ótímabært jólaskraut.

|