laugardagur, apríl 12

Oj hvað ég er þunnur

í dag er ég þynnri en Pappírs-Pési. Tjái mig frekar um gærkvöldið síðar.

|

mánudagur, apríl 7

Sólarupprás

Vá hvað púsluspilin eru að smella saman þessa dagana... hlutir sem eru búnir að bögga mig geðveikt lengi eru bara ekkert mál lengur! Ég er algerlega búinn að vera týpan sem vill fresta hlutunum, á morgun segir sá lati.... en það er eins og maður hafi fyllst einhverjum nýjum eldmóði og ég er orðinn miklu ákveðnari og öruggari en ég var. Miklar breytingar framundan!

Ég þyrfti að vera laminn í hausinn oftar.

|