sunnudagur, ágúst 10

Síðasta djamm í heimi

.... kannski ekki alveg, en að minnsta kosti það síðasta hér heima í langan tíma.

Dagurinn var alveg frábær! Ég byrjaði reyndar á því að missa af skrúðgöngunni og svo sýndum við dansinn á sviðinu í mígandi rigningu og vart hægt að fóta sig á sviðinu en allt gekk eins og í sögu og krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel. Ég er svo stoltur! Veðrið var ekki upp á marga fiska en engu að síður fjölmenntu samkynhneigðir, fjölskyldur þeirra, vinir, vandamenn og fleiri á Lækjargötu til að fylgjast með skemmtiatriðunum. Ég er búinn að raula lagið hans Hafsteins "Ég er eins og ég er" í allan dag, mikið hefur hann fallega rödd og ekki vantar neitt uppá sviðsframkomuna hjá honum. Eftir hátíðarhöldin hitti ég Evu og Palla á Andarunganum. Mikið er hún Eva mín orðin myndarleg - mi chica guapa latina!!!! arrrr...
Eftir kvöldmat, sturtu og dágóðan blund skundaði ég til Vignis í mínu fínasta pússi. Við sátum og sötruðum öl og hlustuðum á hvern ofursmellinn á fætur öðrum... brátt fjölgaði í partýinu og undir það síðasta var orðið vel fjölmennt. Ég og Agnes rifjuðum upp gamla dansa sem við höfðum lært í jazzinum og fórum hamförum á stofugólfinu.
Þegar við komum niður í bæ var stefnan tekin rakleiðis á nasa. Ég held að ég hafi aldrei skemmt mér eins vel! Tónlistin var frábær og allir voru svo glaðir og hressir. Ég hitti alla vini mína; Evu, Palla, Atla, Andrés, Ragnar, Vigni, Önnu og marga marga fleiri. Við Vignir sýndum brjáláða takta á dansgólfinu ásamt honum Pétri sem fór með Vigni til Berlínar. Þegar þreytan var farin að segja til sín fórum við og fengum okkur að borða og fjölmenntum svo í leigubíl suður í Hafnarfjörðinn.

Þetta kvöld gæti ekki hafa verið betra... ég er ennþá brosandi. Mikið langar mig að endurtaka þetta að ári. Ég á bágt með að hugsa til þess að eftir viku verð ég í öðru landi, tugþúsund kílómetrum fjarri vinum mínum

|

laugardagur, ágúst 9

Reykjavíkur-stolt 2003

Nú tel ég mig hreinlega knúinn til að blobba hér fáein orð! Ég fór í afmælisteiti til hennar Agnesar vinkonu í kvöld. Hún er nú loksins kominn á hinn langþráða þrítugsaldur. húrra húrra húrra
Eftir teitið fór ég ásamt Inga Birni í bæinn á smá pöbbarölt... við kíktum á Nelly's, þar var að venju fullt af furðulegu fólki... voða heimilislegt. Hittum svo fullt af skemmtilegum hommsum og rölltum niður á Spotlight. Það var sumsé karlakvöld á Spottanum... furðu mikið af fólki... alveg fullt af fólki sem ég hef aldrei séð aftur... og enn meira af fólki sem ég vil aldrei sjá aftur! Hitti samt alveg góðkunn andlit... svo sem Jóa Gabríel, Gumma kúreka norðursins, BerlínarGulla... og fleiri.
En vá hvað það var þung stemmning þarna inni... minnti mig mjög á KosyBar í Köben... ég held að aldrei áður hafi ég verið mældur eins oft út á hálfri klukkustund.... mér leið eins og ég væri kjötfars í kæliborðinu í Nóatúni! Ég ákvað því að stinga af...

Ég veit ekki hvað það er en ég á ótrúlega erfitt með að tala við fólk af fyrra bragði... hvað þá ef ég er eitthvað hrifinn af viðkomandi! Því dáist ég að Andrési James vini mínum... hann getur einhvern veginn gengið inn í herbergi fullur sjálfstraust og undið sér upp að hverjum sem er og spjallað við viðkomandi. Þetta er eitthvað sem ég bara hef ekki í mér.... another disfunction!

fimm dagar tvær klukkustundir og fimmtíu mínútur til brottfarar!

|