þriðjudagur, október 10

Rassblautur fimm sinnum í viku...

...og með óteljandi sár á fótunum. Svona er skólinn....

jamms... allt á skrilljón í skólanum... tíminn líður ótrúlega hratt. Núna er áttunda vikan að byrja og útlenskur kennari númer tvö kominn til þess að kenna okkur gólftækni og spuna. Hvort tveggja hlutir sem mér veitir ekki af að æfa vel. Þessi kennari er algjör viskubrunnur og það má líkja því að læra spuna af honum eins og að læra að verða Jedi riddari hjá meistara Yoda. Fyndnast er að þeir eru ekkert ósvipaðir í útliti.

Ég hef mikið verið að hugsa um framhald bloggsins í mínu lífi... eins og þið hafið tekið eftir þá er ég ekki manna duglegastur við skriftirnar ... en ég er ekki tilbúinn að gefa það algjörlega upp á bátinn ennþá.... ég var að spá að skrifa kannski svona einu sinni í mánuði... svona pistla... pistill mánaðarins.... þá er þetta Októberpistill eða Pistill októbermánaðar. Fínt

Af heimilishaldinu á Laugaveginum er það að frétta að því er ekki sinnt eins vel og í sumar en þó reyni ég að þurrka af, þvo og ryksuga þegar tækifæri gefst. Sambúðin gengur vel.... (þeas þegar við erum heima)... svo vel að við erum að hugsa um að skjalfesta hana.

ég sakna sverige... aðallega bekkjarins og Stínu, Hectors og Maryam .... mig langar að reyna að komast út í vetur, í smá heimsókn....
sakna líka Vignis míns, sá hann bara í mýflugumynd í lok sumars... :/

já haustið komið ... með tilheyrandi rigningu og leiðindum.... pje...

Við á dansbrautinni í skólanum erum skikkuð í kór. Þar erum við að syngja miðalda jólalög.... sérlega hátíðlegt. Kórstjórinn er mjög fín... hún segist vera mikið jólabarn sem má m.a. sjá á því að hún klæðist alltaf (amk síðustu tvær kóræfingar) fjólubláu frá hvirfli til ilja.... en eins og glöggir blogglesendur vita þá er fjólublár kirkjulitur jólanna. .... jul jul strålande jul .....

ég sé fram á að skrifa næst um óbeit mína á jólaskrauti í nóvember... sjáumst hress og heiftarfull út í ótímabært jólaskraut.

|

laugardagur, september 2

Í skólanum er gaman

Ég er búinn að eiga alveg yndislegar tvær vikur.... skólinn er byrjaður og loksins er ég kominn í farveg hérna á Íslandi. Við erum búin að vera saman í tímum, dansararnir, leikararnir og fræðlingarnir undanfarnar vikur. Við höfum gert mikið af hópavinnu og núna síðast fengum við það verkefni að búa til 5 mínútna verk úr því sem við höfum farið í gegnum á þessum 2 vikum. Ég lenti í hóp með mjög skemmtilegum krökkum. Við náðum mjög vel saman og útkoman var svo sannarlega eftir því.

Í kvöld var kosningavaka og partý í skólanum.... ég lét það nú vera að bjóða mig fram, mér fer svo vel að forðast ábyrgð. Hef þá meiri tíma til þess að sinna skólanum. Ekki veitir af því við eigum að skila ritgerðum, vinnubókum og skýrslum.... sem er heavy fyrir lítinn ásgeir sem hefur ekki gert nokkuð slíkt síðan í vessló.

Fór í bæinn með honum Palla mínum og fleirum eftir partýið... mikið stuð mikið gaman

|

föstudagur, júlí 14

Heimavinnandi og örvæntingafullar húsmæður

Var að enda við að horfa á desperate... dios mios... mikið eru þessir þættir góðir! Síðasti þátturinn var í kvöld... ég var svo reddí, kominn í náttföt og undir sæng með stóra skál af ís. Ég tók svona housewife test á heimasíðu þáttarins og komst að því að ég er mest líkur Susan Mayer... kemur ekkert á óvart.

Talandi um heimavinnandi húsmæður þá er ég auðvitað ein slík, hérna í Laugavegs-Slottinu. Mínar sterku hliðar eru tvímælalaust að þvo þvott, elda og slúðra...... jú og detta í það á hálftíma að loknum húsverkum og fyrir kvöldmat. Mínar veiku hliðar eru hins vegar að vaska upp, halda pallinum hreinum og skafa sturtuklefann.

Annars er ég einn og yfirgefinn þessa dagana... eða þar til á sunnudaginn, Pés fór til köben. Kannski að mar fari bara í mat til ma&pa annað kvöld... og kannski aðeins á pöbbrölt. Á laugardaginn ætlum við Anna sæta (sem einmitt líka er karlmannslaus þessa helgina) að elda saman og hafa það huggó.

|

föstudagur, júlí 7

SexyBack

Sæææææææææti Justin er búinn að sleppa fyrstu smáskífunni af væntanlegri plötu FutureSex/LoveSounds. Lagið heitir SexyBack og er bara nokkuð gott, ég elska beatið í þessu lagi... hlakka til að dansa við þetta á dansgólfunum. Vá hvað ég hlakka til að heyra restina af plötunni.... OG SJÁ VIDEOIN!!!!!! *grrrrr*
Justin er náttúrulega svo geðveikt sexy dansari... hmm... svona u.þ.b. guðdómlegur. Hann er líka algjör trendsetter.... ég er t.a.m. SVO að fara að kaupa mér silkiklút hjá Guðsteini á morgun!!!

|

mánudagur, júní 26

Örsaga

á litlu skeri lengst norður í íshafi situr lítill strákur inni í litlu húsi. litli strákurinn í litla húsinu er leiður. hann saknar vina sinna.

|

fimmtudagur, júní 22

Fyrsti rigningarlausi vinnudagurinn

Jæja... gúrkutíð í blogginu.... kannski ekki?! Í dag gerðist nefnilega sá merkilegi atburður að ekki rigndi einum einasta dropa í á meðan beðmálum stóð. Ég og börnin vorum eiturhress og afköstuðum miklu... jafnvel þótt við værum bara 5. Ég er afskaplega ánægður með hópinn minn, þetta eru hin ágætustu börn. Að megninu til sami hópur sem ég og Vignir vorum með fyrir tveimur árum.

Annars er þessi ásgeir hérna að reyna að vera duglegur í líkamsræktinni... ég er samt með smá tækjafóbíu.... ég er svo vanur að gera æfingar án lóða og eitthvað svona danserídans.... ég er samt búinn að gera samning við sjálfan mig.... ef ég fæ að fara í yoga í ræktinni þá verð ég að fara amk tvo hringi í hraðbrautinni og lyfta. Ótrúlegt finnst mér nú samt hvað ótrúlega mikið af fólki stundar líkamsrækt... ég fæ alveg útihátíðamannmergðarfílinginn þegar ég fer í ræktina.... sem er kannski eins og að bæta gráu ofaná svart fyrir einhvern óöruggan eins og mig.... en ég er hættur að ofanda... það hlýtur að teljast framför!

batnandi homma er best að lyfta

|

fimmtudagur, júní 15

Brún augu

Í apríl í fyrra, þegar ég var að bíða eftir strætó á Hlemmi, kom kona upp að mér og spurði mig hvað klukkan væri og hvenær leið ellefu kæmi. Ég svaraði henni að klukkan væri fjögur og að leið ellefu kæmi eftir fimm mínútur... sjálfur var ég á leið í vinnuna með ellefunni. Konan var mjög almennileg, settist við hliðina á mér og hélt áfram að tala við mig um borð í strætó. Ég tók samt fljótt eftir því að hún var kannski ekki alveg eins og fólk er flest. Hún fór nefnilega að tala um það hvernig að allt illt í heiminum ætti rætur sínar að rekja til brúneygðs fólks. Allt hennar líf hafði hún þurft að passa sig á brúneygðu fólki sem sífellt reyndi að bregða fyrir hana fæti. Hún hætti að tala og horfði lengi á mig. Að lokum sagði hún að hún vissi strax þegar hún sá mig að ég væri góður einstaklingur af því að ég væri með svo falleg blá augu..... mér til mikils léttis fór hún út á næstu stoppistöð en það síðasta sem hún sagði við mig var "Ekki treysta brúneygðu fólki!" og þessari setningu get ég bara ekki gleymt. Það er meira en ár síðan ég, fyrir algjöra tilviljun, tók sama strætó og þessi kona... en þetta situr svo fast í höfðinu á mér. Hvað hefði gerst ef ég væri brúneygður? Hefði hún lamið mig?

|