föstudagur, september 13

Heilræði dagsins eru að halda sig fjarri stigum, speglum og svörtum köttum...... svo ekki sé talað um brjáluðu raðmorðingjana.
hmmm.... mér tókst víst ekki að vista myndina inn á síðuna.... enda er ég stórlega fatlaður í öllu sem viðkemur tölvum. En linkurinn minn virkar þannig að smellið bara á nafnið hans hér fyrir neðan.... ég verð svo duglegur um helgina að setja inn linka.... ég er nefnilega í fríi ALLA HELGINA!!! Jibbí.... mamma og pabbi eru að fara vestur með litlu systur þannig að ég og Þórunn erum ein heima. Þá verð ég hæstráðandi og kem til með að ráða öllu........ EINVALDURINN, það er ég.

|

miðvikudagur, september 11

jæja þetta er kauði.... geht sætur

|

þriðjudagur, september 10

Úff smúff.... jæja þá er aftur kominn þriðjudagur og næstum mánuður liðinn síðan ég kom heim frá Drømmenes København.

Ég gerði svo sem ekkert merkilegt um helgina, var bara að vinna voða voða mikið en kíkti á einhverja svaka tískusýningu og hef hér með ákveðið að fara mínar eigin leiðir í tískunni í vetur.... gagnsæir silkibolir og mini-leðurpils heilla mig takmarkað mikið. Einnig var sérstaklega sorglegt að sjá hversu illa flestar sýningarstúlkurnar héldu taktinum. En samt, þetta var hársýning og línurnar voru flottar, förðunin í góðu lagi og ekki skemmdi fyrir frábær frammistaða afródansaranna.

Ég og Mini-me erum búin að ákveða að horfa á ALLA þættina af Dawson's Creek því að CHAD MICHAEL MURRAY er farinn að leika í þáttunum..... og eins og alþjóð veit þá er hann BARA SÆTASTUR Í GEIMI! og við erum jú einmitt að slefa yfir myndum af honum í þessum pikkuðu orðum.....

later

|