miðvikudagur, september 25

jammmmm hér er framhaldið
Eftir sýninguna var alveg voða posh kokteilboð.... ég hitti fullt af skemmtilegu dansi fólki: Irmu, Báru, Önnu, Kötu, Dísu, Hannes, Helgu, listdansskólastelpurnar og kennarana þaðan. Alveg ógó gaman. Annars spjallaði ég mest við stelpu sem heitir Svanhvít... held að hún sé kærasta Gogga vinar Jónsa. (Vona að ég fari rétt með þetta :) ) Svo var maður kynntur fyrir dönsurunum í sýningunni, það var voða gaman... það voru 2 dansarar sem stóðu uppúr... einn alveg geðveikt flottur gaur, geðveikar hreyfingar, geðveikur kroppur og brosti geðveikt sætt þegar ég var að heilsa honum .... og svo ein rauðhærð stelpa sem var liðugri en allt í heimi!


jæja verð að þjóta, þarf að slétta hárið á litlu systur... hún er að fará ball

|

jæja gott fólk........SÝNINGIN Í GÆR VAR MÖGNUÐ! ég sat með gæsahúð frá hvirfli til ilja og gat ekki blikkað augunum. Konan í næsta sæti sofnaði reyndar þannig að fólk var greinilega mis spennt yfir þessu. Þetta voru semsagt 2 dansverk, það fyrra frá 7. áratugnum og það síðara frá 1999. Sviðsmyndin var frábær og ég held að ég hafi aldrei séð eins flotta sviðsmynd á danssýningu. Ragnar x hefði átt að sjá þetta, hann langar nefnilega að fara að læra leikmyndahönnun. Go Ragnar go!

|

þriðjudagur, september 24

Jibbí dibbí dei!!! Í dag er eðal-dagur ! ég er nefnilega að fara á danssýningu Dansflokks Merce Cunningham því yndið hann Jónsi bauð mér með því ég hef svo gaman af svona danseríi. vívívívíví.....OFUR-SPENNINGUR!!!!! Er búinn að strauja skyrtu og velja bindi og alles! Ætli maður rífi ekki húfuna líka og greiði sér.

|