föstudagur, október 4
|

fimmtudagur, október 3

Sæl og blessuð.... það styttist óðfluga í Flöskudaginn... en ég er sennilega að vinna og læra alla helgina... ó jiminn en gaman!

já takk þið fólk sem skrifuðuð í gestabókina mína! kolla ástin... ég biðst bara innilega afsökunar á að hafa ekki linkað blobbið þitt... þú færð hér með heiðurstitilinn Kolla Ofur-Blobb og mun þessi vesæla síða mín skarta þínu glæsta nafni um alla framtíð! þess má til gamans geta að forritunar"hæfileikar" mínir eru ekki upp á marga fiska, ég er enn að baslast við að setja myndir inn o.s.frv.

Annars er obbsla lítið að frétta af mér... nema auðvitað endalaus dans. Er að æfa á fullu uppí Jazzi, alltaf á æfingum fyrir Dúndurshow á Vælinu og ég er að fara að sýna í 2 atriðum á danskvöldi unglistar, eitt með JSB þar sem ég sveifla Ingu sætu upp á öxlina og annað með götustrákunum.... eða því sem eftir er af þeim.... þarf einmitt að fara að semja dúett með Hannesi (Rauðhettu og úlfinum) sem fyrst... þetta verður vonandi flott. Allir að koma og sjá... svaka menningarlegt og alveg ókeypis.

Ég held bara að það sé níkótín í þessu blobbi eða önnur samsvarandi ávanabindandi efni..... pje

talaði við Joachim í gær, geðveikt gaman að heyra í honum.... það var allt gott að frétta úr danaveldi.... ég er mikið að reyna að sannfæra foreldra mína um að gefa mér flugmiða til Köben í jólagjöf... þannig að ég geti verið yfir áramótin.... hef aldrei komið til köben að vetrarlagi.

annars þarf maður svona að fara að huga að því að sækja um inntökupróf, fara að tjekka á hvenær þetta allt er og bóka flug.

salto ergo sum

|

þriðjudagur, október 1

ojsen pojsen...... ohhh hvað þetta er leiðinlegur dagur!! ég er alveg mest tæpur á því í dag!!! ég svaf lítið í nótt því ég var að læra fyrir íslenskupróf, en kennarinn var svo veikur í dag! Svo var ég hálfdormandi í allan dag... svaf í gegnum tvöfaldan líffræðitíma og vaknaði svo eiturfúll því að fólk var að æfa sig fyrir öskurkeppni (ví-mr dagurinn er sko á föstudaginn og þar er keppt í hinum ýmsu tilgangslausu og asnalegu greinum).... hvað er að fólki???

prufan í gær gekk ágætlega... ég er samt ekkert viss hvort ég komist inn eður ei... leikstjórinn mætti of seint þannig að hann missti af því að sjá minn hóp dansa.... vona að það komi ekki að sök.... hann er grimmur þessi dansheimur.

svo var húlda sæta að hringja í mig og plataði mig til að vinna í kvöld eftir dansæfingu.... æ ég hef svo sem gott af því... tek bara Eddu Snorradóttur með.

Jæja ég má ekki vera að þessu... ég þarf að einbeita mér að því að vera í vondu skapi... :Þ

|

mánudagur, september 30

Ég er alls ekkert að standa mig í þessu blobbi... jæja hér kemur helgarfléttan !

Á föstudaginn fækk ég FRÍ í vinnunni og ákvað því að grípa gæsina og kíkja aðeins út á lífið.... fór með Önnu Þóru, Vigni og Evu á 22. ógó gaman.... en fórum snemma heim (ellin farin að segja til sín).
Á laugardaginn var minns bara edrú og á bíl... var dreginn niðrá spotlight.... þar sem var ágætis tónlist, aldrei þessu vant! En þegar þýski júrótransinn fór að hljóma lét maður sig hverfa.... hitti alveg gommu af skemmtilegu fólki. setning kvöldsins var tvímælalaust "hvar ert þú búinn að vera? maður hefur bara ekkert séð þig!" , heyrði þetta amk 10,3 sinnum. Fólk ekki alveg að átti sig á að það er ekki skyldumæting á djammið.... hvað þá spotlight! pluff smuff
Á sunnudaginn vaknaði ég svo eiturhress klukkan 9 og fór á æfingu fyrir Dulúð (brot úr því verki verður sýnt á danskvöldi Unglistar) og þaðan fór ég á aðra æfingu og svo í vinnuna klukkan 14.

Hér með lýsi ég eftir myndarlegum gagnkynhneigðum herramanni til að fara á blind date með vinkonu minni. Hún er með eindæmum myndarleg og algjört BABE ! ! ! Strákar grípið gæsina og sendið mér mail. Hæfnisprufur og viðtöl fara fram um helgina!

Annars er ég bara í stresskasti vikunnar í dag, ég er að fara í dansprufu í kvöld og er búinn að naga táneglurnar niður í kviku og vel á veg kominn með hendurnar. Wish me luck :)

|