föstudagur, nóvember 1

Hérna er smá pæling í lok dagsins, hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar síminn ykkar hringir???
Skrifið svörin bara í gestabókina mína :)


og já.... JUSTIN TIMBERLAKE ég ætla að éta þig upp til agna með jarðaberjasultu, sýrópi og rjóma!

|

fimmtudagur, október 31

HAPPY HALLOWEEN !

Jæja nú er ár liðin síðan ég hélt hið margfræga halló-vín partý.... þarf að fara að halda teiti fyrir dansarana í vessló, hrista hópinn saman.

Ég talaði alveg heillengi við Andrés um daginn, hann er að flytja á morgun til Manhattan, New York. Ekkert smá spennandi! Ég fékk það staðfest að klappstýrur og ruðningshetjur eru ekki bara til í ævintýrum..... bring it on er sem sagt bara heimildarmynd um bandaríska menntaskóla! JIMINN EINI
Ég er mikið búinn að skoða dansskóla í USA undanfarið, held að þetta Amríkuhatur sé eitthvað að renna af mér. Mig langar mjög að taka dans sem aðalgrein og leiklist sem aukagrein. Nú er bara að borga niður allar skuldir og safna pening.

|

miðvikudagur, október 30


jæja ég tók sem sagt strumpatestið sem ALLIR eru búnir að taka.... ég er víst artí fartí strumpur

|

Jæja......núna er ég ekki að nenna að vera vakandi.... annars fékk ég alveg brilliant hugmynd, fara í sund á morgnana! Held það gæti verið sniðugt... það verður planið í næstu viku, ég fæ nefnilega frí í frönsku, fyrstu tímunum á þriðjudag og miðvikudag.

Ég var að fá íslensku ritgerðina mína tilbaka.... ég ætlaði ekki að þora að skila þessari ritgerð inn því hún er mjög persónuleg. En ég fékk 9 sem var næst hæsta einkunnin sem var gefin og góða umsögn "Falleg einlæg ritgerð, stíll og málfar mjög gott!" jibbí... ég ætti kannski bara að gerast rithöfundur.......... tja, eða ekki !

|