mánudagur, nóvember 4

Mikið er ég orðinn slakur að skrifa á blobbið mitt!

helgin var barasta afbragðsskemmtileg.... ég fór heim til Bjarneyjar að horfa á video um föstudagskvöldið. Við tókum gelgjuflipp og leigðum "Bring it on" og "Legally Blond".... alveg eðal !
Bjarneyju og Lindu fannst strákurinn á video leigunni geðveikt sætur.... ég beinti þeim samt kurteisislega á að hann væri að ÖLLUM líkindum gay. Tja hann var sætur, gekk í leðurbuxum og var með hring í öðru eyranu..... veit ekki með ykkur en þetta hringir einhverjum bjöllum hjá mér! Auk þess sá ég sama strák á 22 kvöldið eftir..... sem í sjálfu sér segir ekki mikið .... hey but 2 + 2 = 4 !!!!

Ragnar fær hér með heiðursnafnbótina Ragnar Snýtuklútur því greyið hann er veikur. Láttu þér batna sem fyrst..... svo ég geti haldið áfram að bögga þig! Maður má víst ekki sparka í liggjandi, veikan mann með gleraugu.

Á laugardaginn fór ég á smá djamm, var bara edrú en kíkti á 22, sólon, spotlight og svo á næsta bar..... það var mjög fín tónlist á sólon en ALLTOF mikið af fólki, á spotlight var sama gamla skítatónlistin en ég hitti 10 fólk sem ég kannaðist við, ánægjulegt nok! að lokum fór ég svo á næsta bar..... svoldið súr stemmning þar.

Andrés er fluttur til New York. DJöFuLL öfunda ég hann..... væri alveg til í að vera kominn af klakanum..... ég ætla bráðum að henda inná síðuna linkum á skóla sem mér líst vel á...... svo get ég kannski gert svona kosningu.... þeas ef kraftaverk gerist og forritunarhæfileikar mínir láti ekki sitja á sér.|