miðvikudagur, nóvember 27

jæja... ég held að ég salti bloggið mitt um óákveðinn tíma.... þið sem viljið heyra í mér vitið hvernig þið getið farið að því...

|

þriðjudagur, nóvember 26

hæ þið öll... síðastliðin helgi var afskaplega erfið, amma dó aðfaranótt sunnudags. Hún var búin að vera veik mjög lengi og því gott að hún fái loksins hvíldina. Ég náði að kveðja hana á föstudaginn og þakka henni fyrir allar yndislegu minningarnar sem hún gaf mér, hún var engill í lifanda lífi. Kistulagningin verður á föstudaginn og jarðarförin fer svo fram í Hafnarfjarðarkirkju næstkomandi þriðjudag. Ég vil bara nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér undanfarna daga.|

mánudagur, nóvember 25

jæja... ég er eitthvað að reyna að stilla klukkuna á þessu blobbi mínu.... gengur eitthvað illa hjá mér... hjálp vel þegin

en ég tók þetta snilldar POWERPUFF GIRLS próf og auðvitað er ég....

Which PPG are you?

|

hmmm... alltaf þegar mér líður illa fer ég í sturtu...

ég er orðinn krullukollur...

stundum vildi ég óska þess að lífið væri einfaldara.

|