laugardagur, apríl 12

Oj hvað ég er þunnur

í dag er ég þynnri en Pappírs-Pési. Tjái mig frekar um gærkvöldið síðar.

|

mánudagur, apríl 7

Sólarupprás

Vá hvað púsluspilin eru að smella saman þessa dagana... hlutir sem eru búnir að bögga mig geðveikt lengi eru bara ekkert mál lengur! Ég er algerlega búinn að vera týpan sem vill fresta hlutunum, á morgun segir sá lati.... en það er eins og maður hafi fyllst einhverjum nýjum eldmóði og ég er orðinn miklu ákveðnari og öruggari en ég var. Miklar breytingar framundan!

Ég þyrfti að vera laminn í hausinn oftar.

|

sunnudagur, apríl 6

Arrrrrrggg ! !

ég tel mig knúinn til að blogga nokkur orð ! !

pirr pirr pirr.... ef gærkvöldið var pirrandi þá var kvöldið í kvöld hreint helvíti. Ekki nóg með að vaktin hafi verið löng þá lenti ég í slag við einhverja bæjarróna sem neituðu að borga. Fólkið var voða kurteist og fínt þegar það kom inn en klukkutíma síðar (og þó nokkrum bjórum og skotum) voru þau ekki eins indæl.... var einn að vinna og fólkið sem var inná staðnum stóð bara stjarft ! ég er semsagt allur útklóraður og marinn. Oj hvað ég HATA STUNDUM VINNUNA MÍNA ...... pant ekki vinna næstu helgi !
...og hvað er málið með meginþorra fólksins sem stundar þennan stað? Allir sauðdrukknir, algerlega út úr heiminum... ælandi út um alla veggi... guð hvað ég er feginn að vera ekki sá sem þarf að þrífa staðinn !
Looker kvöldsins er nokkuð örugglega hún Kolla! Hún er búin að lita á sér hárið dökkt og fær hér með titilinn Über-Pæja... þetta þýðir sem sagt að nú verð ég að breyta linknum á bloggið hennar úr Big Red í eitthvað annað...

Fleira var það ekki !

|