þriðjudagur, apríl 15

Já það var svaka stuð að dimmitera síðasta föstudag, það var veislumatur í Versölum og hver bekkur kom með skemmtiatriði. Eftir matinn var svo dansiball og við vorum þarna til klukkan 2. Fórum svo nokkur á Vegamót og sátum þar heillengi og ég rölti svo með Júlíönnu og Snjólaugu yfir á Hverfis og við tjúttuðum aðeins þar... svaka gaman, fór heim um 5 leytið.

Annars er helgin búin að fara í að vinna verkbók í verklegri eðlisfræði og ég er kominn með stóra parabólu á ennið eftir allan hamaganginn. Það er ca vika í fyrsta prófið !! jibbí

|