miðvikudagur, maí 7

volæði

Jæja.... ég fór sumsé á deit nr.1 á miðvikudaginn fyrir viku.... kannski ekki alveg þetta hefðbundna deit.... enda er ég ekkert sérlega hefðbundinn ásgeir. ég vaknaði eldsnemma og sótti strákinn og við fórum saman í sund, fórum í bakarí og keyptum morgunmat og spjölluðum heilmikið saman. Ekkert smá næs! Svo hitti ég hann aftur núna áðan... svona næstum því viku seinna (mjög hæfilegur tími held ég) ... ég var bara á leiðinni heim af æfingu og ákvað að drífa hann með mér í ísbíltúr. Þá fékk ég gott tækifæri til að sýna honum hvernig ég lít út sveittur og ógeðslegur.... því trúið mér - ÞAÐ FYLGIR! Ég ákvað líka að láta reyna á að segja honum frá nokkrum af þeim vandræðalegu atvikum sem ég hef lent í.... hann kom nokkuð óskaddaður út úr þessu, ég fékk meira að segja koss! en auðvitað fer maður að hugsa...
Afhverju kyssti hann mig?
A) Honum fannst ótrúlegt hvað ég talaði mikið og ákvað því að troða einhverju upp í mig en hann var ekki í sokkum.
B) Hann var svo afskaplega þakklátur fyrir ísinn.
C) Hann er einmana og ég var fyrsta manneskjan eða kindin sem hann sá í 26 vikur.
D) Honum fannst sætt að ég væri með ör á nefinu eftir að hafa reynt að fara í handahlaup á skautasvellin
E) Hann er bara með mér til að komast í bólið hjá systur minni.

Á föstudaginn fór ég í innflutningspartý til hennar Hörpu vinkonu, hún var að flytja í nýja hverfið í Hafnarfirði... nú er geðveikt stutt að fara í heimsókn! EÐAL

Jæja... jæja... best að fara í háttinn...

fúkyrði

|