þriðjudagur, maí 27

Ég er stúúúúúúúdent

ég skemmti mér ótrúlega vel á laugardaginn, útskrifaðist og var svaka sætur og fínn. Það var ótrúlega gaman að rölta um bæinn í góðu skapi og hitta alla félagana með hvítu kollana. Þetta var eiginlega tvöfaldur helgidagur því júróvísjón var haldið sama kvöld. Mér fannst Tyrkland alveg eiga þetta skilið en ég kaus sjálfur Rúmeníu því mér fannst atriðið þeirra ofurfyndið og lagið var nokkuð catchy. Birgitta stóð sig mjög vel að mínu mati, hún var ótrúlega sæt og geislandi eins og alltaf.

Ungfrú Ísland var kosin á föstudaginn og Sæta Rex var þriðja... hún var ótrúlega flott!!! Yndisleg stelpa og á þetta svo skilið. OMG hvað ég er stoltur.

|