fimmtudagur, júlí 10

KOMINN HEIM !

Jæja góðir hálsar... ég er kominn heim. Eftir 3 erfiðar vikur í Stokkhólmi ákvað ég bara að slappa af hérna í Hafnarfirðinum. Ég er kominn með legusár og náttfötin eru gróin föst við mig.

Ég komst semsagt inn í BallettAkademien. Jibbí! Við mútter erum núna að leita að íbúð í Stokkhólmi. Leiguverðið er nefnilega svo himinhátt að það borgar sig að kaupa. 15fm herbergi fyrir 40þús.... GEÐVEIKI
Svo er líka gott að hafa sína eigin íbúð... ALLIR VELKOMNIR Í HEIMSÓKN.... nú er það nokkuð ljóst að það kemur enginn til Stokkhólms án þess að segja hæ við mig!!!!

Ojsenpojsen... ég er að vinna um helgina... 18-lokun báða dagana... æðigæði... mér veitir ekki af peningnum

|