miðvikudagur, júlí 30

Jæja hún Agnes mín er eitthvað farin að kvarta yfir því að hér sé ekkert skrifað! Best að pára þá eitthvað á þessa síðu.

Það er nú mest lítið að frétta af mér... er bara búinn að vinna á fullu á tjugotvå og er byrjaður að reyna að læra smá sænsku... ágætt að byrja á tölunum!

Ég hef verið að finna minn innri kaffibrúsakall síðastliðna daga... hef eitt ófáum stundum á kaffihúsum borgarinnar .... stefnan tekin á magasár!

Á morgun ætlum við Andrés og Atli upp í sveit í smá tjaldleiðangur upp í Borgarfjörð. Hrellum bændur og búalið með ógnvænlegri samkynhneigð okkar... ekki verra ef við finnum stælta sveitastráka til að hjálpa við að grilla og tjalda.

Hey jey! ég á bara þrjár vaktir eftir í vinnunni.... kannski 4... svo er minn bara gone!

Vignir kjútísmútípæ er að fara til Berlínar á laugardaginn og verður stoltur fulltrúi okkar íslenskra kynvillinga á ráðstefnu um úrkynjun í Evrópu. I know you'll make me proud!

já ... ég fór á nasa á gayballið um þarsíðustu helgi.... og viti menn, Ásgeir veiddi! Þurfti hvorki að nota netið né klóróformið! Mar er allur að koma til!

|