laugardagur, ágúst 9

Reykjavíkur-stolt 2003

Nú tel ég mig hreinlega knúinn til að blobba hér fáein orð! Ég fór í afmælisteiti til hennar Agnesar vinkonu í kvöld. Hún er nú loksins kominn á hinn langþráða þrítugsaldur. húrra húrra húrra
Eftir teitið fór ég ásamt Inga Birni í bæinn á smá pöbbarölt... við kíktum á Nelly's, þar var að venju fullt af furðulegu fólki... voða heimilislegt. Hittum svo fullt af skemmtilegum hommsum og rölltum niður á Spotlight. Það var sumsé karlakvöld á Spottanum... furðu mikið af fólki... alveg fullt af fólki sem ég hef aldrei séð aftur... og enn meira af fólki sem ég vil aldrei sjá aftur! Hitti samt alveg góðkunn andlit... svo sem Jóa Gabríel, Gumma kúreka norðursins, BerlínarGulla... og fleiri.
En vá hvað það var þung stemmning þarna inni... minnti mig mjög á KosyBar í Köben... ég held að aldrei áður hafi ég verið mældur eins oft út á hálfri klukkustund.... mér leið eins og ég væri kjötfars í kæliborðinu í Nóatúni! Ég ákvað því að stinga af...

Ég veit ekki hvað það er en ég á ótrúlega erfitt með að tala við fólk af fyrra bragði... hvað þá ef ég er eitthvað hrifinn af viðkomandi! Því dáist ég að Andrési James vini mínum... hann getur einhvern veginn gengið inn í herbergi fullur sjálfstraust og undið sér upp að hverjum sem er og spjallað við viðkomandi. Þetta er eitthvað sem ég bara hef ekki í mér.... another disfunction!

fimm dagar tvær klukkustundir og fimmtíu mínútur til brottfarar!

|