föstudagur, október 17

Ein vika í höstlov

úff smúff... mér er svo illt.... ég er med hardsperrur alls stadar! Faeturnir á mér eru svo thungir ad ég get ekki gengid upp tröppurnar í skólanum og tek lyftuna á milli haeda.... allur léttleiki sem ég hafdi í líkamanum er horfinn, mér lídur eins og ég sé 300 kíló!!! Thessi vika er sem sagt búin ad vera styrktaraefinga-vika auk thess sem ég er búinn ad fara í träningsrummet á hverjum degi ad gera aefingar.... ojpoj... aldrei meir!! amk ekki fyrr en á mánudaginn.

Í kvöld er Öppen Scen í skólanum thar sem allir geta komid med og sýnt sín eigin dansverk eda söngleikjanúmer... ég byrjadi ad semja sóló í sídustu viku og er kominn langt med hann... en mér finnst hann eiginlega of persónulegur til ad sýna... thad er eins og ég gefi of mikid frá mér... veit ekki alveg hvort thid áttid ykkur á thessu. Kannski verd ég tilbúinn ad sýna hann á jólasýningunni.

Ég aetla ad koma heim í haustfríinu... keypti midann í gaer!! Ég kem heim laugardaginn 25. október og verd fram til 4. nóvember. JEYJEY ... Ég á ad sjá um húsverkin á heimilinu, elda matinn og sjá um ad koma systrum mínum í skólann.... loksins kemst Mamma í smá frí frá heimilishaldinu. Svo aetlum vid Bjarney ad taka forskot á jólabaksturinn og baka nokkrar sortir og skola kökunum nidur med einhverju vaenu jólaöli.

Svo er aldrei ad vita nema ég haldi HALLÓ-VÍN partý 31.okt eins og í hittedfyrra!! Mikid var ég drukkinn !!!! Shjaese... annars var ótrúlega gaman í thví partýi... Palli og Vignir maettu sem vampírur, Eva sýndi Madonnutaktana, Gulli fór á kostum sem strandvördur a la Baywatch , Andrés var 80's og Ingi Björn og Ómar slóu í gegn sem The Cabin Crew. Mig minnir ad ég hafi verid í náttfötum....
.... Vá vid verdum ad endurtaka thetta!!!!!! vá hvad thad yrdi gaman!

hlakka til ad sjá ykkur öll :)

|