föstudagur, október 24

Hoppsala hey

Jú... enn og aftur er ég kominn fyrir framan tölvu hérna í Køben. Held barasta ad ég hafi ekki bloggad svona mikid í mörg mörg ár!

Ég var ad rölta á Rádhústorginu ádan thegar ég sé thennan líka risastóra Rasmus Klump bangsa koma hlaupandi á móti mér! Ég vissi ekki hvort ég ætti ad hlæja eda gráta, svo ég stökk til hlidar og Rasmus æddi framhjá. Eftirá ad hyggja held ég ad thetta hafi verid hluti af einhverju atridi eda auglýsingu... svona frekar en mordtilrædi gegn mér.

Thad er ótrúlegt hvad thad eru margir Íslendingar hérna. Ég er nokkud viss um ad thad gangi fleiri Íslendingar Strikid á degi hverjum heldur en Laugarveginn! Ég var ad minnsta kosti einn af thessum Íslendingum hérna ádan og brá mér inn í Zöru svona rétt adeins til ad skoda (er búinn ad setja Visa í örugga vörslu í bankanum). Fyrst manneskjan sem ég sé er Berglind mega skvísa sem var ad vinna med mér á 22! Hún er flutt hingad og vinnur í Zöru og er á leidinni í arkitektúr/hönnunarnám hérna, ekkert smá dugleg!

Thar sem ég vaknadi svo snemma í morgun er ég búinn ad vera threyttur í allan dag og núna kominn med óhóflega mikinn svefngalsa! Núna eftir thetta blogg er ég mikid ad hugsa um ad fara á uppáhaldskaffihúsid mitt og fá mér heitt kakó... óttalega kósý svona í kuldanum.

Hlakka til ad hitta ykkur öll í kuldanum á Íslandi!!!

|

Niklas

hérna er mynd af sæta sæta Niklas


Svoldid stórar myndir.... en ég reyni ad minnka thær thegar ég kem heim.ok... er hann sætur eda hvad?

|

Kóngsins Køben

jæja!! nú er madur kominn til Køben... er búinn ad danglast adeins á Strikinu og búinn ad hitta Lars. Ekkert smá gaman ad sjá hann aftur, ég hef ekki hitt hann sídan í febrúar. Fyrir thá sem ekki vita thá er Lars mikill tískuspekúlant og nú er ég sumsé búinn ad fá thad á hreint hvernig ég á ad klaedi mig á komandi vetri! Vid ætlum svo ad kíkja í búdir thegar ég kem aftur hingad á leidinni heim til Stokkhólms.

Skrýtid ad segja thetta.... "heim til Stokkhólms" en thad er satt...

Ég er búinn ad reyna ad hafa upp á Joachim og Sif en thegar ég taladi vid Joachim í vikunni var hann hjá ömmu sinni sem lá á dánarbedinum... já ekki beint gód tímasetning hjá Ásgeiri. Sif er samt vís med ad kíkja med mér á kaffihús... ef ég borga kaffid! hehehe

Thad er ótrúlega skrýtid ad heyra fólk tala dönsku allt í kringum mig... ég kemst ekki hjá thví ad flissa annad slagid :j Nú finnst mér sænskan hljóma miklu betur heldur en danskan... ommmæ godd ég er ad verda ekta svía grýla... tharf bara ad lýsa á mér hárid og skella Abba á fóninn.

|

Bromma flygplats

Jaeja... thá er klukkan 6.30 ad stadartíma og madur er kominn upp á flugvöll. Ég flýg til Malmö eftir hálftíma og tek lestina thadan til Köben. JEY!! Svo er thad bara hangs og dútl í kóngsins Köben, lunch med Lars og svo bara rölt á Strikinu. Ég lendi svo í Keflavík á morgun klukkan 14.15.... ordinn mjög spenntur :)

Mikid er snidugt ad hafa svona public tölvur hérna til ad stytta bidina.

Thessi vika er búin ad vera mjög fín, ég fór á Öppen Scen sídasta föstudag og eftir thad var djúsad í kaffiteríunni. Vid Hektor fórum svo á djammid og ég fékk alveg óhóflega mikla athygli... sjálfsagt bara thví madur er svo mikid lambakjöt hérna. Ég dansadi eins og fáviti allt kvöldid... ekkert smá fyndid hvad fólk var hissa thegar vid Hektor tókum klassískt pas de deux á midju dansgólfinu, vantadi bara tútúid. Ég hitti ótrúlega fínan strák sem heitir Niklas og vid skiptumst á númerum. Vid fórum svo á deit á thridjudaginn... lofar gódu! hehehehe

Á midvikudaginn flaug Anna til Köben til ad heimsaekja bródur sinn en ég fór ég med Norskunum heim og vid bjuggum til kjúklingasalat og fengum okkur svo ís í eftirrétt.... ekkert smá hvad langsoltnir dansarar geta étid! úff smúff... hehehe Vid aetlum hédan í frá ad gera thetta reglulega og halda massa kokteilpartý eftir Höstlovet.

jaeja... boarding time!

|