þriðjudagur, febrúar 3

Helgarfléttan

Jahá... kominn tími til ad blogga!

Föstudagur
Eftir skólann fór ég í aukatíma í ballett. Thadan fór ég upp í Sundbyberg í partý hjá bekkjarsystrum mínum. Hitti krakka úr skólanum á leidinni en enginn vissi hvar thaer bjuggu. Audvitad gengum vid i vitlausa átt en eftir hálftíma ark fram og tilbaka í snjónum fundum vid húsid. Feikna teiti alveg og fullt af fólki úr skólanum. Ég fór samt snemma heim thví ég var svo threyttur eftir vikuna.

Laugardagur
Tja ég gerdi akkúrat ekkert nema ad lesa á laugardaginn, ég kláradi bókina sem ég var ad lesa. Eye of the World, fyrsta bókin af 9 ... svona fantasíu sería, ca 650 bls hver bók. :) ég hef thá eitthvad ad gera fram á vor.

Sunnudagur
Nú ég byrjadi ad lesa bók 2 og gat ekki slitid mig frá henni fyrr en um hádegi. Thá tóku vid heimilisstörfin.... skúra skrúbba og bóna. Jamms... samt svo gott ad hafa allt í röd og reglu í kringum sig. Um fimmleytid fór ég svo til Aspudden til Norskanna minna. Vid eldudum indverskan mat og láum svo fyrir framan sjónvarpid, horfdum á Sex and the City og bordudum ís. Á leidinni heim thurfti ég ad bída í korter eftir lestinni thannig ad ég tók upp bókina gódu og las thangad til ad lestin kom. Thegar lestin var farin af stad thá áttadi ég mig á thví ad ég hafdi lagt bókamerkid mitt á bekkinn sem ég sat á og gleymt thví. Systir hans afa saumadi thad og gaf mér. Hjartad í mér tók kipp og ég fór úr lestinni á naestu stöd og thurfti ad bída í 25 eftir naestu lest tilbaka. Ég hljóp út í von um ad sjá leigubíl eda straetisvagn en thar var enginn. Ég beid sem sagt í 25 mínútur, alveg á nálum. Thegar ég kom aftur til Aspudden hljóp ég eins og gedveikur ad bekknum sem ég sat á og sem betur fer thá var bókamerkid thar ennthá! Vá hvad ég var hraeddur.... úff smúff... hasar og hamagangur

ég aetla ad vera duglegur ad passa upp á hlutina mína og haetta ad vera utan vid mig!

|