laugardagur, apríl 17

Vorid komid

Vorid er komid og grundirnar gróa!!! Undanfarna daga er hitinn búinn ad vera um 17 stig og sólin brosir sínu breidasta. Ég fór í smá skokktúr úti í skógi í vikunni og sá tvö dádýr, íkorna og kanínur. Ég skokkadi nidur ad sjó og horfdi á sólina setjast og hélt svo heim. Ég veit ekki hvad thad er vid mig en ég hef alltaf verid heilladur af vatni. Ég get setid heillengi og horft stjarfur á vatnid hreyfast. Kannski er thetta í stjörnunum - kannski heilagalli.

Thessa dagana á ég í afar indaelu platónísku sambandi vid nýja sjónvarpid mitt. Kveikjan ad thessum losta eru thaettirnir O.C. á stöd 3 hérna í Svíthjód. Thaettirnir eru úr smidju Fox Broadcasting Company og fjalla um white trash táningspilt sem tekinn er í fóstur af lögfraedingi og fjölskyldu hans í voda voda posh upper class hverfi. Benjamin McKenzie sem leikur adalhlutverkid minnir oggupinkupons á hinn gullfallega og kynthokkafulla James Dean. Jamms og já... ég er húkkt á sápu.

Skólinn gengur vel og dansverkid mitt er ad taka á sig lokamynd. Ég á bara smá bút eftir og á morgun hönnum vid ljósin og finnum búninga. Svo dansa ég í verkinu hennar Stínu fínu. Hún er ad gera mjög flott verk í anda japönsku anime myndanna. Skemmtilegir dagar framundan.

Já.... medan ég man... ég hljóp utan í kyrrstaedan bíl um daginn :( ekki smart. Med thessu áframhaldi verd ég aldrei kúl!

|