fimmtudagur, júní 22

Fyrsti rigningarlausi vinnudagurinn

Jæja... gúrkutíð í blogginu.... kannski ekki?! Í dag gerðist nefnilega sá merkilegi atburður að ekki rigndi einum einasta dropa í á meðan beðmálum stóð. Ég og börnin vorum eiturhress og afköstuðum miklu... jafnvel þótt við værum bara 5. Ég er afskaplega ánægður með hópinn minn, þetta eru hin ágætustu börn. Að megninu til sami hópur sem ég og Vignir vorum með fyrir tveimur árum.

Annars er þessi ásgeir hérna að reyna að vera duglegur í líkamsræktinni... ég er samt með smá tækjafóbíu.... ég er svo vanur að gera æfingar án lóða og eitthvað svona danserídans.... ég er samt búinn að gera samning við sjálfan mig.... ef ég fæ að fara í yoga í ræktinni þá verð ég að fara amk tvo hringi í hraðbrautinni og lyfta. Ótrúlegt finnst mér nú samt hvað ótrúlega mikið af fólki stundar líkamsrækt... ég fæ alveg útihátíðamannmergðarfílinginn þegar ég fer í ræktina.... sem er kannski eins og að bæta gráu ofaná svart fyrir einhvern óöruggan eins og mig.... en ég er hættur að ofanda... það hlýtur að teljast framför!

batnandi homma er best að lyfta

|